Google Groups eru netfanga hópar hjá Google. Ef þú ert í hóp, færð þú skilaboð sem send eru á hópinn í tölvupósti til þín. Ef þú svarar fer sá póstur til allra í í þeim hóp. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hópinn þó þú sért ekki í hópnum.
Mjög líkt Facebook, nema í gegn um tölvupóst. Að auki er hægt að sjá umræður hópa sem þú ert í betur sundurliðaðar á https://groups.google.com heldur en Facebook býður upp á.
Hægt er að gefa Google hóp aðgang að Google Drive möppu. Þannig getur húsfélagið deilt skjölum með eigendum húsfélags án þess að opna á það fyrir alnetið.
Einfalt er að gerast meðlimur að hóp og enn einfaldara að hætta í hóp. Í hverjum pósti sem þú færð eru leiðbeiningar neðst hvernig á að afskrá sig.
Einfalt er að stilla hversu oft þú færð tilkynningar. Í boði er að fá póst jafnóðum sem er sjálfgefin stilling, en einnig er hægt að fá vikulegt yfirlit eða td. slökkva alveg á tilkynningum. Hér má stilla það undir "Áskrift" eða "Subscription".
Afar ólíklegt þykir að virkni íbúa ofbjóði þér, því er ráð að skrá sig í alla hópa sem eru þér viðkomandi. Ef álagið er of mikið er einfalt að afskráð sig.
Allir í heiminum geta sent tölvupóst á hópa húsfélagsins og fengið svör. Eingöngu meðlimir hvers hóps fá alla tölvupósta sem berast hópnum.
Hóparnir hafa mismunandi stýringar, sem er betur lýst við hvern hóp.
Hópar fyrir eigendur bjóða upp á aðgang að skjölum stóra húsfélagsins eða öðrum húsfélögum ef þau húsfélög kjósa að bjóða upp á það.
Til þess að gerast meðlimur að hópi, smellir þú á hóp og þar sérð þú skilaboð um að þú hafir ekki aðgang. Smelltu á "Ask to join group" efst á þeirri síðu og þá fá stjórnendur viðkomandi hóps skilaboð um að þú viljir aðgang.
Athugið að allir stjórnendur eru í sjálfboðavinnu, því getur liðið einhver tími þar til aðgangur er samþykktur.
Þurfir þú nauðsynlega aðgang er ráð að ræða við nágranna sem er í stjórn viðkomandi húsfélags um að hleypa þér inn í hópinn.
Stjórnendur hvers hóps geta fjarlægt meðlimi úr hóp.
Hægt er að skrá sig úr hóp inn á viðkomandi hóp á groups.google.com, eða þá með því að fylgja afskráningar leiðbeiningum neðst í hverjum tölvupósti.
Afhverju að flækja hlutina!
Allt utanumhald um netföng íbúa er orðin sjálfvirk. Íbúar sjálfir kjósa hvort þeir vilji fá tilkynningar eða taka þátt í samtali um málefni húsfélags með veru sinni í hópum húsfélags.
Stjórn gefst möguleiki á að senda eigendum tilkynningar um málefni eigenda eða öllum íbúum.
Stjórn fær "sameiginlegt inbox" á googlegroups þar sem allar umræður geta verið flokkaðar sem dregur úr líkum að málefni týnist í persónulegum inboxum hvers og eins.
Allir í stjórn hvers húsfélags fá tölvupósta sem sendir eru á stjórnarhóp húsfélags og geta svarað beint frá sínu netfangi eða af googlegroups.com.
Einfalt að muna netföng. Netföng hópa haldast óbreytt þó stjórn breytist eða ef nýjir eigendur flytja í húsið.
Íbúar þurfa ekki að vita persónuleg netföng stjórnenda húsfélags eða annarra íbúa.
Íbúar geta tekið þátt í umræðu um málefni húsfélags beint úr pósthófi sínu.
Nú geta húsfélög deilt gögnum húsfélags með eigendum.
Nú geta íbúar og stjórn rætt saman um hugmyndir eða framkvæmdir þannig að þegar að fundi kemur eru málefnin skýr.
Þetta er fyrsta skrefið - samskipti! Með auknum samskiptamöguleikum má búast við hraðari afgreiðslu á málefnum sem skipta okkur máli við okkar heimili.